Lífið - notkunarreglur er ævintýrið um okkur öll - fullt af hlýju, tónlist og leiftrandi húmor. Hvað var það nú aftur sem við áttum að gera við þetta blessaða líf? Erum við kannski að misskilja þetta allt saman? Eða er ástin ef til vill svarið sem allt snýst um? Litríkur hópur fólks stendur frammi fyrir áleitnum spurningum um framtíðina og eigin hlutverk í lifinu, spurningunum sem engin virðist geta svarað svo vel sé, enda fylgir sjaldnast bæklingur með börnunum sem fæðast í þennan heim. Hér er fjallað um sundurleitan samtíma og óvissa framtíð á svo mannlegum og hrífandi nótum að allir verða ríkari á eftir.
Leikarar eru: Guðjón Davíð Karlsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Páll Sigþór Pálsson, Þráinn Karlsson, Vignir Rafn Valþórsson, Sigrún Huld Skúladóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Sara Marti Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Anna Svava Knútsdóttir og Hallgrímur Ólafsson.