Nýtt landshlutafélag á Norðurlandi

Með nýju sameinuðu félagi verður áhersla lögð á að efla Norðurland eystra sem eina heild.
Með nýju sameinuðu félagi verður áhersla lögð á að efla Norðurland eystra sem eina heild.

Tillaga um sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var samþykkt á aðalfundi þess síðastnefnda á Húsavík í vikunni. Þetta þýðir að nýtt félag tekur til starfa 1. janúar. Frá þessu er greint á vef Rúv.

Fyrir höfðu Eyþing og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar samþykkt sameiningu. Með nýju sameinuðu félagi verður áhersla lögð á að efla Norðurland eystra sem eina heild. Starfsstöðvar verða fjórar en aðalskrifstofa félagsins verður á Húsavík.


Nýjast