Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar segir að hér sé um að ræða nýtt fyrirkomulag við sorphirðu, annars vegar ýtarlega flokkun í tvær tunnur og þá fjölgun grenndarvalla í tólf, eða hins vegar þrjár tunnur við heimili og enga grenndarvelli. Hann segir að Flokkun sé aðili að þessu útboði og að þeirra hluti yrði rekstur á móttökustöð og flutningur á úrgangi á Sölvabakka við Blönduós. Tilboð verða opnuð apríl nk. og segir Helgi að ákvarðanir um hvað verði gert í framhaldinu muni liggja fyrir í lok þess mánaðar.
Hann segir að í byrjun verði farið í eitt hverfi í innleiðingunni (væntanlega Lundarhverfi) og stefnt að því að þeirri innleiðingu verði lokið fyrir 1 október í haust. Sorpgjaldið í ár er komið í 22.000.- krónur og mun væntanlega hækka á árinu 2011, en útboð gæti vissulega haft áhrif þar á, að sögn Helga. Aðspurður um stöðu þeirra starfsmanna bæjarins sem nú sinna sorphirðu og vinnu við gámavöll, segir Helgi að í útboðinu séu aðilar skyldaðir til að bjóða núverandi starfsmönnum störf. Engum starfsmanni hafi verið sagt upp.