01. febrúar, 2010 - 20:17
Fréttir
Í stefnu Akureyrarstofu er kveðið á um að stjórn Akureyrarstofu veiti verðlaun fyrir nýsköpun í atvinnulífinu á Akureyri.
Á síðasta fundi stjórnar var rætt var framkvæmd verðlaunanna, val, afhendingu og tímasetningu. Samþykkt var að skipa Unnar Jónsson og
Höllu Björk Reynisdóttur í vinnuhóp til að undirbúa Nýsköpunar- og athafnaverðlaun stjórnar Akureyrarstofu.
Jafnframt verður leitað eftir því að fulltrúi úr atvinnulífinu taki sæti í vinnuhópnum. Stefnt er að því að
verðlaunin verði veitt í fyrsta sinn á Vorkomu stjórnarinnar á Sumardaginn fyrsta.