Nýr troðari í ,,Fjallið

Nýr og fullkominn snjótroðari var afhentur formlega í Hlíðarfjalli í dag. Þetta er fyrri troðarinn af tveimur sem Vetraríþróttamiðstöð Íslands hefur fest kaup á og verður hinn troðarinn afhentur í haust.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að með aukinni aðsókn sé þörf á að troða fleiri brekkur og oftar, á sem skemmstum tíma. Það kalli á aukinn tækjakost. ,,Nýi troðarinn kemur til með að leysa fjóra þætti hjá okkur, við getum troðið fleiri leiðir en áður, við getum troðið sama magn á skemmri tíma, við getum ýtt út þeim snjó sem við erum að framleiða á styttri tíma og síðast en ekki síst mun hann nýtast vel í sambandi við göngubrautina" segir Guðmundur Karl.

Nýjast