Nýr skipulagsstjóri á Akureyri

Bjarki Jóhannesson.
Bjarki Jóhannesson.

Bjarki Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr skipulagsstjóri Akureyrarbæjar og hefur störf þann 1. nóvember næstkomandi. Alls sóttu sex um stöðu skiplagsstjóra. Bjarki tekur við starfinu af Pétri Bolla Jóhannessyni sem hefur gegnt stöðunni í 15 ár. Bjarki er fæddur og uppalinn Akureyringur. Hann er stúdent frá MA, lærði verkfræði HÍ og arkitektúr í Lundi í Svíþjóð. Hann er með masterspróf í skipulagsfræði frá Bandaríkjunum og doktorsnám frá Bretlandi.

Bjarki hefur m.a. starfað hjá Byggðastofnun í fimm ár en starfaði nú síðast sem sviðsstjóri í Hafnarfirði.

-þev

Nýjast