Rekstraráætlun Lautarinnar er um 15 milljónir króna á ári. Geðverndarfélagið leggur fram 2 milljónir króna og Akureyrarbær 4 milljónir króna. Úr samningi við félagsmálaráðuneytið koma 5 milljónir króna og Rauði Krossinn leggur fram 4 milljónir króna. Áætlaður endurbótakostnaður bæjarins á húsnæðinu Brekkugötu 34 er um 10. millónir króna. Meginmarkmiðið með starfseminni er að rjúfa félagslega einangrun fólks með langvinnar geðraskanir, auka samfélagsþátttöku þess og bjóða tækifæri til samveru og fræðslu. Samningurinn er fyrir árin 2007-2009. Akureyrardeild Rauða krossins mun annast daglegan rekstur athvarfsins en Geðverndarfélag Akureyrar sér um fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt því að veita faglega ráðgjöf um daglega starfsemi. Félaginu er einnig ætlað að standa fyrir a.m.k. tveimur fyrirlestrum eða fræðslufundum á vetri um málefni geðfatlaðra fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða athvarfsins. Stefnt er að því að athvarfið verði áfram opið virka daga frá kl. 9 til 17.