Nýr safnstjóri Flugsafns Íslands

Steinunn María Sveinsdóttir.
Steinunn María Sveinsdóttir.

Steinunn María Sveinsdóttir sagnfræðingur hefur tekið til starfa sem nýr safnstjóri Flugsafns Íslands. Steinunn tekur við af Gesti Einari Jónassyni sem hefur gegnt starfi safnstjóra síðastliðin 10 ár.

Steinunn er með BA gráðu í sagnfræði og safnafræði frá Aarhus Universitet, auk þess sem hún hefur lagt stund á meistaranám í safnafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin fimm ár hefur hún starfað sem fagstjóri Síldarminjasafns Íslands.

„Um leið og stjórn Flugsafnsins býður Steinunni velkomna til starfa er fráfarandi safnstjóra færðar innilegar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu safnsins,“ segir í tilkynningu.


Athugasemdir

Nýjast