Nýr fréttamaður hjá RÚV

Rögnvaldur Már Helgason.
Rögnvaldur Már Helgason.

Rögnvaldur Már Helgason hefur verið ráðinn fréttamaður hjá RÚV á Akureyri og hóf störf í dag. Alls sóttu 20 manns um stöðuna. Rögnvaldur er lærður fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur áður starfað hjá DV og Skessuhorni. Hann er 26 ára uppalinn Garðbæingur. Í prentútgáfu Vikudags má finna ítarlegt viðtal við Rögnvald en hann kemur af mikilli fjölmiðlaætt frá Svarfaðardal.

-þev

Nýjast