„Við stefnum að því að niðurstaða liggi fyrir í lok næstu viku,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar, en viðtöl við umsækjendur um starf bæjarstjóra á Akureyri standa yfir um þessar mundir.
Alls sóttu 18 manns um starfið en tveir drógu umsókn sína til baka. „Við gerum ráð fyrir að viðtölum við umsækjendur ljúki um miðja næstu viku og stefnum að því að ráða í starfið fljótlega eftir það. Ég vona að það takist,“ segir Halla Björk.