Bikarinn var gefinn af Helga Skúlasyni augnlækni - hefur verið spilað um hann síðan 1945 en þá vann Smjörlíkisgerð KEA. Í öðru sæti að þessu sinni var Sjóvá - fyrir fyrirtækið spiluðu Hilmar Gíslason og Heimir Jóhannsson og í 3. sæti var Neyðarlínan en fyrir hana spiluðu þeir Ainbjörn Kúld og Jason Wright. Hilmar og Heimir höfðu betur í bráðabana á 18. holu um 2. sætið.
Í Bændaglímunni á laugardag voru bændur þeir Hilmar Gíslason (Rauða liðið) og Haukur Jakobsson (Bláa liðið). Glíman var mjög spennandi alveg þar til síðustu menn komu í hús en þá var allt jafnt - voru bændurnir sendir á 18 teig í bráðabana og hafði Hilmar betur, þannig að Rauða liðið bar sigur úr býtum.