13. febrúar, 2007 - 20:58
Fréttir
Samningar milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um stuðning bæjarins við leikfélagið til næstu þriggja ára hafa verið undirritaðir. Styrkur Akureyrarbæjar til Leikfélagsins hækkar verulega en samningurinn byggir á samningi Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Leikfélagið fær á þeim þremur árum sem samningurinn nær til 322 milljónir króna. Þá var gengið frá samningi við Magnús Geir Þórðarson um að hann stýri Leikfélagi Akureyrar til 1. apríl árið 2010.