Nýir leikhússamningar

Samningar milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um stuðning bæjarins við leikfélagið til næstu þriggja ára hafa verið undirritaðir. Styrkur Akureyrarbæjar til Leikfélagsins hækkar verulega en samningurinn byggir á samningi Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Leikfélagið fær á þeim þremur árum sem samningurinn nær til 322 milljónir króna. Þá var gengið frá samningi við Magnús Geir Þórðarson um að hann stýri Leikfélagi Akureyrar til 1. apríl árið 2010.

Nýjast