Nýi Kvartettinn er stofnaður hausið 2008 og hefur á stuttum tíma komið víða fram og tekið upp geisladisk sem er hátíðar og jóladiskur. "Okkar hugmynd er að nálgast sönglög, jólalög, aríur, sálma og ýmislegt sem okkur hentar, á okkar hátt. Það gerum við með því að útsetja saman allt efnið sem við flytjum. Okkar markmið er að gefa gamalgróinni tónlist nýjan blæ og leggjum við allir metnað í að bera virðingu fyrir tónlistinni og flytjum hana af einlægni. Undanfarnar vikur höfum við verið að undirbúa næsta verkefni okkar. Við höfum dustað ryki og ferkantaðri túlkunarhefð af 16 íslenskum sönglögum sem við ætlum að fara um landið og kynna með tónleika haldi. Um er ræða sígild sönglög sem mörg hver eru fastgrópuð í þjóðarsálina, en við teljum að eigi framhaldslíf og mikilvægt sé að tónlistin fái að tala sínu máli," segir í fréttatilkynningu.