Ný skoðanakönnun á Akureyri

Ráðhúsið á Akureyri
Ráðhúsið á Akureyri

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri mælist með 21,8% fylgi og fengi þrjá bæjarfulltrúa, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fylgi Bjartrar framtíðar mælist 20,6% og fengi hreyfingin tvo bæjarfulltrúa.

L-listinn mælist með 19% og tvo fulltrúa

Vinstri græn mælast með 16 % og tvo fulltrúa

Framsóknarflokkurinn mælist með 12,3% og einn fulltrúa

Samfylkingin mælist með 9,5% og einn fulltrúa

Dögun er með 0.3% samkvæmt þessari könnun

Samkvæmt þessari könnun þyrfti amk þjú framboð til að mynda meirihluta.

Fréttin á mbl.is

Nýjast