Ný rennibraut sett á ís

Gestir í Sundlaug Akureyrar þurfa að bíða um sinn eftir nýrri rennibraut. Mynd/Þröstur Ernir.
Gestir í Sundlaug Akureyrar þurfa að bíða um sinn eftir nýrri rennibraut. Mynd/Þröstur Ernir.

Bæjarstjórn Akureyrar vill fresta uppsetningu á nýrri rennibraut sem áætlað er að reisa í Sundlaug Akureyrar. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, átti fund á dögunum með Altís, sem bærinn undirritaði samning við varðandi rennibrautina, um að bíða með uppsetninguna en ný rennibraut átti að rísa í vor. Ekki er til umræðu að bakka út úr framkvæmdinni að sögn Dags Fannars Dagssonar, formanns framkvæmdaráðs Akureyrar og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, en einlægur vilji er hjá bænum um að fresta henni. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast