Ný lög gætu fækkað fasteignasölum á Akureyri

Mynd/Hörður Geirsson
Mynd/Hörður Geirsson

Ný lög um sölu fasteigna tóku gildi í byrjun vikunnar en markmið breytinganna er að tryggja mun ríkari
neytendavernd. Í mörgum tilfellum er um algerar grundvallarbreytingar að ræða. Með lögunum hafa t.a.m einungis fasteignasalar heimild til þess að sinna öllum helstu störfum er varða milligöngu um fasteignaviðskipti. Þannig mega almennir sölumenn á fasteignasölum ekki selja eignir lengur.

Fasteignasalar á Akureyri sem Vikudagur hefur rætt við segja að nýju lögin muni hafa gríðarleg áhrif á svæðinu. Um tíu fasteignasölur eru starfandi á Akureyri og í langflestum þeirra er aðeins einn löggiltur fasteignasali. Því er viðbúið að fasteignasölur þurfi að fara í gegnum mikla endurskipulagningu og sumar gætu lagst niður.

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev


Athugasemdir

Nýjast