01. nóvember, 2007 - 13:09
Fréttir
Framkvæmdir við lagningu Miðhúsabrautar á Akureyri standa nú yfir af fullum krafti en stefnt er að því að taka þennan nýja vegarkafla í notkun á næsta ári. Vegstæði Miðhúsabrautar liggur vestan við húsnæði mjólkursamlagsins og tengist Súluvegi á móts við BM Vallá. Af þeim sökum þarf að breyta innkeyrslunni að mjólkursamlaginu og voru starfsmenn bæjarins að malbika þann kafla í snjókomu í vikunni.