Ný flotbryggja við Sandgerðisbótina

Nýja bryggjan við Sandgerðisbótina.
Nýja bryggjan við Sandgerðisbótina.

Mikið líf var við í Sandgerðisbótina á dögunum þegar Hafnasamlag Norðurlands vígði nýja og glæsilega 32 báta flotbryggju sem er 65 m löng. Bryggjan kostar fullbúin um 45 milljónir króna og var keypt af Króla ehf. Með tilkomu bryggjunnar er aðstaðan fyrir litla báta orðin mjög góð í Sandgerðisbótinni. Það voru þeir Ívar Baldursson og Þórhallur Matthíasson sem klipptu á borða og vígðu bryggjuna.

Nýjast