Ný dönsk lækkaði laun sín fyrir að spila á árshátíð MA

Margir nemendur og starfsmenn Menntaskólans á Akureyri voru mjög ósáttir með frammistöðu hljómsveitarinnar Ný danskrar á árshátíð skólans á dögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum var kvartað undan tveimur meðlimum hljómsveitarinnar og þeir sagðir hafa verið undir einhvers konar áhrifum á sviðinu. Í tölvupósti frá stjórn nemendafélags MA til nemenda í dag, kemur farið hafi verið fram á afslátt á kostnaði við hljómsveitina og hafi það verið samþykkt.  

Fram kemur í tölvupósti stjórnar nemendafélagsins að hljómsveitin hafi strax viðurkennt mistök sín og samþykkt afslátt sem nemur um fullum launum tveggja hljómsveitarmeðlima. "Þeir biðjast einnig innilegrar afsökunar á framkomu sinni. Við teljum málinu þar með lokið og vonum að allir séu sáttir við niðurstöðuna," segir ennfremur.

Nýjast