Ný bók um Mundínu og Finn og 20 börn þeirra

Óskar Þór Halldórsson
Óskar Þór Halldórsson

„Það var mjög skemmtilegt verkefni að skrá þessa sögu enda er hún í senn áhugaverð og óvenjuleg,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókarinnar Á Ytri-Á sem kom út á dögunum. Þungamiðjan í þessari nýju bók er saga hjónanna Sigurbjörns Finns Björnssonar og Mundínu Þorláksdóttur á Ytri-Á á Kleifum við vestanverðan Ólafsfjörð og tuttugu barna þeirra sem þau eignuðust á 28 árum, frá 1917 til 1945. Sextán barnanna komust til fullorðinsára, fjögur dóu í æsku. Finnur og Mundína létust á níunda áratug síðustu aldar. Átta af sextán börnum þeirra sem komust til fullorðinsára eru á lífi. Á Ytri-Á er yfirgripsmikil saga þar sem varpað er ljósi frá ýmsum hliðum – í gleði og sorg - á hið daglega líf stórfjölskyldunnar á Ytri-Á. Kleifarnar, Ólafsfjörður, Hvanndalir og Héðinsfjörður koma líka við sögu, óvænt flugferð Finns til Kaupmannahafnar og margt fleira. „Eins og nærri má geta er þetta yfirgripsmikil saga sem ég hef unnið að með ýmsu öðru undanfarin ár. Mér er til efs að þess séu önnur dæmi á tuttugustu öld að hjón hafi eignast tuttugu börn. Ég leitaðist við að varpa ljósi á hvernig það yfirleitt var hægt að koma upp þessum stóra hópi barna. Slíkt væri óhugsandi í dag enda hafa orðið gríðarlegar samfélagsbreytingar á öllum sviðum,“ segir Óskar

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast