Fyrir skemmstu var tekin í notkun ný og glæsileg aðstaða fyrir sjúkraþjálfun Húsavíkur í Hvammi við hátíðlega athöfn. Við athöfnina tók Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN til máls og sagði frá því að stjórn Hvamms hefði tekið ákvörðun um að ganga í endurnýjun á aðstöðu til sjúkraþjálfunar í húsinu enda hafi henni verið sniðinn þröngur stakkur fram að því. -
Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Björgu Björnsdóttur sjúkraþjálfara en hún er ein fjögurra sem reka þjónustuna í verktöku og leigja aðstöðuna af Hvammi. Björg fer ekki leynt með ánægju sína á bættri aðstöðu og segir þreksalinn vera ríflega helmingi stærri frá því sem áður var.
Sjá má nánari umfjöllun í net-og prentútgáfu Vikublaðsins sem kom út í gær