Nú hefst nýr kafli sem ég tek opnum örmum"

Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stendur á tímamótum og er í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir hætti sem formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri nýverið. Hún gegndi formennsku hjá félaginu í tíu ár og hóf störf þar árið 2002. Úlfhildur, sem er 68 ára, segir nýjan kafla vera að hefjast í sínu lífi og að hún sé spennt fyrir komandi tímum. Hún á tvö börn og fimm barnabörn sem hún ætlar sinna meira.
Vikudagur kíkti í kaffi til Úllu, eins og hún er jafnan kölluð, og spjallaði við hana um málefni stéttarfélaganna, árin í pólitíkinni og lífið. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.