Norrænir kvikmyndadagar

Norrænir kvikmyndadagar hefjast í Sambíói á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 18. september og standa fram til þriðjudagsins 23. september. Sýndar verða sex kvikmyndir, ein á hverjum degi og er aðgangur ókeypis. Það er Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri, KvikYndi, kvikmyndaklúbbur Akureyrar og sendiráð Danmerkur. Noregs og Svíþjóðar sem standa að Norrænu kvikmyndadögunum. Opnunarmynd kvikmyndadaganna á Akureyri fimmtudaginn 18. september, er Palme, heimildarmynd um sænska forsætisráðherrann Olof Palme sem féll fyrir hendi morðingja 1986.

Dagskrá Norrænna kvikmyndadaga:

18. sept. kl. 20:00     Palme (Heimildarmynd um Olof Palme) Svíþjóð 2012

19. sept. kl. 17:40      Manden som elsket Yngve - Noregur 2008

20. sept. kl. 17:40      Marie Krøyer – Danmörk 2012

21. sept. kl. 17:40      En kongelig affære (A royal affair) - Danmörk 2012

22. sept. kl. 17:40     Himlen är oskyldigt blå (Behind blue skies) Svíþjóð 2010
23. sept. kl. 17:40     Upperdog – Noregur 2009

 

Nýjast