Norræn þjóðlistahátíð

Það kennir ýmissa grasa á þjóðlistahátíðinni.
Það kennir ýmissa grasa á þjóðlistahátíðinni.

Norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna undir yfirskriftinni Erfðir til framtíðar (Tradition for Tomorrow) hófst á Akureyri sl. mivikudag en þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlöndin halda sameiginlega listahátíð. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og verða um hundrað þjóðtónlistarfólk og þjóðdansarar sem koma fram á hátíðinni. Á hátíðinni má heyra og sjá kraftmiklar hljómsveitir, fjörugan dans, flottan söng og hljóðfæraleik. Viðburðastofa Norðurlands hefur umsjón með tónleikum, sýningum og námskeiðum. Að verkefninu stendur Norræna þjóðtónlistarnefndin (Nordisk Folkmusik Kommitté) í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Nýjast