Norðurslóðasetrið - Besta nýja safnið á Norðurlandi

Aðalsteinn Bergdal með viðurkenningu Norðurslóðasetursins.
Aðalsteinn Bergdal með viðurkenningu Norðurslóðasetursins.

Norðurslóðasetrið við Strandgötu á Akureyri var útnefnt sem besta nýja safnið á Norðurlandi af tímaritinu  Grapevine´s ,,Best of Iceland“ travel magazine 2018."Þetta er heilmikil viðurkenning fyrir okkur," segir Aðalsteinn Bergdal safnvörður hjá Norðurslóðasetrinu. Norðurslóðasetrið var opnað í lok janúar í fyrra og hefur aðsókn farið vaxandi. 

„Fólk fær hér góða innsýn í lífið á norðurslóðum, þar á meðal hluta af strandmenningu Eyjafjarðar, hér er hægt að fræðast um inúíta, báta, skip og flugvélar auk gamalla siglingartækja og eins eru á setrinu sýnishorn af fatagerð fyrri tíma,“ segir Aðalsteinn.

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast