Norðlenska og Kjarnafæði hefja viðræður um samruna

Frá vinnslu í Norðlenska.
Frá vinnslu í Norðlenska.

Tvö af stærstu matvæla­fram­leiðslu­fyrirtækjum á Norðurlandi, Norð­lenska og Kjarnafæði hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félag­anna. Viðræður eru með fyrirvara um gerð áreiðan­leika­k­annana, samþykki Sam­keppnis­­eftirlits og samþykki hluthafafundar Bú­sældar, eigenda Norðlenska.

Frá þessu er greint í Bændablaðinu í dag.

Eigendur félaganna tveggja, Kjarnafæðis og Norðlenska, meta stöðuna á þann veg að sameinað félag sé betur í stakk búið að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, gæðaþjónustu á góðu verði. Verði af fyrirhuguðum samruna verður til öflugt félag í íslenskri matvælaframleiðslu sem að baki sér hafi sterk og vel þekkt vörumerki.

Um 320 ársverk eru unnin hjá félögunum tveimur, m.a. á Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði, segir í frétt Bændablaðsins. 

Um 190 starfsmenn eru hjá Norð­lenska og um 130 hjá Kjarnafæði.

 

Nýjast