Norðlendingar beðnir að hyggja að merktum svartfuglum

Dægurriti á fæti álku. Hefðbundið stálmerki frá Náttúrufræðistofnun Íslands er á hinum fætinum. Mynd…
Dægurriti á fæti álku. Hefðbundið stálmerki frá Náttúrufræðistofnun Íslands er á hinum fætinum. Mynd: NNA

Vegna frétta nýverið af svartfugladauða í nágrenni Þórshafnar vill Náttúrustofan Norðausturlands hvetja fólk til að hyggja að fótum svartfugla sem það finnur í fjörum.

Unnið hefur verið að rannsóknum á ferðum íslenskra svartfugla utan varptímans í fáein ár en til þess hafa verið settir svokallaðir dægurritar á fót fuglanna. Nú þegar fuglar eru að finnast dauðir í fjörum er áríðandi að líta eftir merkjum á fótum þeirra ef ske kynni að fugli með mikilvæg gögn hafi skolað á land.

Náttúrustofan hefur sömuleiðis áhuga á að fá upplýsingar um hvar fuglar eru að finnast dauðir, í hvaða magni og um hvaða tegundir er að ræða. JS

                                    

Nýjast