Í dag verður norðlæg átt á Norðurlandi eystra, 3-10 m/s og lítilsháttar él. Frost verður 0-8 stig, mest í innsveitum. Á morgun verður austlæg átt, með dálitlum éljum, en ákveðnari norðaustanátt seinnipartinn og úrkomumeira.
Hálka, snjóþekja og hálkublettir eru víðast hvar á Norðurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði. Ófært er á Siglufjarðarvegi. Við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum er víða snjóþekja eða hálka.
karleskil@vikudagur.is