16. júní, 2007 - 09:53
Fréttir
Það fór eins og lögreglan á Akureyri hafði óttast að mikil læti voru á götum miðbæjarins í nótt. Mikill fjöldi fólks er í bænum, m.a. vegna svokallaðra Bíladaga og svo einnig vegna útskriftar Menntaskólans. Og því voru auðvitað margir í miðbænum í nótt... Varðstjóri sem við ræddum við nú fyrir skömmu sagði að um nokkrar líkamsárásir hafi verið að ræða og slagsmál og illindi hafi verið í bænum og á tjaldsvæðinu að Hömrum í alla nótt og margir þurft að leita á slysadeild. Alls bárust 7 formlegar kærur vegna líkamsárása auk slagsmála og hópslagsmála. Allar fangageymslur lögreglu voru fullar í nótt svo út úr flóði og þurfti að vista menn á biðstofu á tímabili. ,,Annars erum við ekki búnir að ná utan um þetta allt en erum að vinna í því" sagði varðstjórinn.