"Á undanförnum árum hefur niðurskurður í kjölfar efnahagshrunsins lent m.a. á öldrunarheimilunum. Starfsmenn hafa tekið á sig á miklar hagræðingakröfur og hafa staðið sig gríðarlega vel síðustu ár við erfiðar aðstæður. Starfshlutföll voru minnkuð og m.a. tekið upp nýtt vaktarkerfi á Hlíð sem mikilvægt er að gera úttekt á hvort hafi aukið álag á starfsfólk," skrifar Dabjört Pálsdóttir sjúkraliði á Akureyri, sem skipar fjórða sæti framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri.
"Samfylkingin vill setja skýrar reglur um gæðaeftirlit með hjúkrunarheimilum og tryggja að friðhelgi og mannréttindi aldraðra sé gætt."