Njáll Trausti þiggur þriðja sætið

Njáll Trausti Friðbertsson/mynd karl eskil
Njáll Trausti Friðbertsson/mynd karl eskil

Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hefur ákveðið að þiggja þriðja sætið á framboðslista flokksins. Þetta hefur Vikudagur eftir öruggum heimildum. Hann stefndi á fyrsta sæti, en Gunnar Gíslason fræðslustjóri sigraði í prófkjörinu og leiðir því listann. Í öðru sæti hafnaði Eva Hrund Einarsdóttir. Kosið var í prófkjörinu 8. febrúar og hefur Njáll Trausti gefið sér tíma til að íhuga sína stöðu, þar til síðdegis í dag. Þá gaf hann jákvætt svar um að skipa þriðja sæti listans, samkvæmt heimildum Vikudags.

 

Uppfærð staða: Njáll Trausti hefur staðfest frétt Vikudags á Facebook síðu sinni

karleskil@vikudagur.is

Nýjast