08. apríl, 2011 - 13:37
Fréttir
Ninna Þórarinsdóttir opnar sýningu sína Ninnuundrin í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri á morgun
laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Sýningin verður samansafn gamalla og nýrra verka hönnuðarins og myndskreytisins Ninnu Þórarinsdóttur.
Ninnundur er samansafn af furðuverum, ævintýraheimum og vélrænum dýrum, sýndar sem teikningar og skúlptúr.
Ninna útskrifaðist árið 2006 frá Design Academy Einthoven sem hönnuður. Eftir útskrift hefur hún ferðast um heiminn og unnið við
ýmiskonar verkefni meðal annars að skóhönnun í Guangzhou, Kína, teiknimyndagerð í Los Angeles, USA og iðnhönnun í Amsterdam,
Hollandi. Hún starfar nú á Íslandi sem myndskreytir og hönnuður. Sýningin er opinn um helgar frá kl. 14.00- 17.00 til 16. apríl.