Niðurgreiðsla í Hríseyjarferjuna í skoðun

Hrísey.
Hrísey.

Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt að vísa erindi Ferðamálafélags Hríseyjar í nýjan viðburða- og vöruþróunarsjóð sem hefur það að markmiði að vega á móti neikvæðum afleiðingum COVID-19. Ferðamálafélagið hefur óskað eftir því að Akureyrarbær niðurgreiði einn mánuð í sumar í Hríseyjarferjuna.

Slík ráðstöfun myndi skila miklu til eyjarinnar og yrði gott markaðsátak sem hægt væri að ráðast í vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Erindi Hríseyinga verður tekinn fyrir ásamt öðrum umsóknum í sjóðinn, þegar allar tillögur/umsóknir liggja fyrir og ætti að liggja ljóst fyrir vera klárt innan 2 vikna. 


Athugasemdir

Nýjast