Niðurgreiðsla á innanlandsflugi hefst í september

Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson
Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson

Samgönguáætlun sem nær til áranna 2020-2034 var nýlega samþykkt. Eitt af stóru málunum er „skoska-leiðin“ svokallaða en í henni felst að ríkið mun greiða niður hluta af flugfargjaldi þeirra sem búa á landsbyggðinni. Niðurgreiðslan mun hefjast þann 1. september.

„Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslur á ferðum sínum með flugi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samönguráðherra.

Mun greiðsluþátttaka ríkisins vera 40% af verðinu. Markmiðið með niðurgreiðslunni er að styðja við landsbyggðina og bæta aðgengi landsmanna að miðlægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu


Athugasemdir

Nýjast