"Læknadóp er sér kapítuli út af fyrir sig þegar kemur að fíkniefnum og hefur neysla þess stóraukist undanfarin ár, segir Gunnar Jóhannes Jóhannsson rannsóknarfulltrúi á Akureyri. Af læknadópi ber hæst að nefna rítalín, en algengt götuverð á einni slíkri töflu er um 3.000 krónur en getur farið upp í 5.000 krónur. Einnig eru önnur örvandi efni misnotkuð ásamt róandi og sljóvgandi efnum.
"Þetta er vandamál sem hefur vaxið hvað mest undanfarin ár; misnotkun á læknadópi. Fólk sem misnotar þessi lyf lendir oft í höndunum á lögreglunni, því viðkomandi þarf stundum að brjótast inn og stela eða verða sér út um peninga með einum eða öðrum hætti til þess að fjármagna neysluna," segir Gunnar.
Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags