Við erum að ganga frá kaupum á skipi frá Ástralíu sem ástralska ríkið hefur gert út til margra ára en þeir eru að láta smíða fyrir sig nýtt skip í stað þessa. Það er stærra og öflugra en rannsóknarskipin Neptune og Poseidon og mun væntanlega gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu, segir Ágúst H. Guðmundsson framkvæmdastjóri Neptune á Akureyri. Fyrirtækið gerir í dag út tvö rannsóknarskip, Neptune og Poseidon. Helstu verkefni þeirra tengjast olíuleit víðsvegar um heiminn. Ágúst segir að rekstur skipanna hafi gengið ágætlega og þess vegna hafi verið ákveðið að bæta við því þriðja.
Við höfum unnuð fyrir mörg stór alþjóðleg fyrirtæki í orkugeiranum, svo sem Shell og Statoil. Ég býst við að verkefnum fyrir þessa aðila fjölgi á næstu árum.
Nánar um þetta mál í prentútgáfu Vikudags í dag