Nemendur Giljaskóla í úrslitum í Skólahreysti MS

Úrslit í Skólahreysti MS 2010 verða haldin í beinni útsendingu Sjónvarpsins frá Laugardalshöll næsta fimmtudag, 29.apríl, kl.20:00 - 21:50. Skólarnir sem keppa til úrslita eftir tíu undankeppnir eru: Austurbæjarskóli, Ölduselsskóli, Gr.Hellu, Egilsstaðaskóli,Dalvíkurskóli, Giljaskóli, Varmalandsskóli, Gr á  Ísafirði, Lindaskóli og  Heiðarskóli/Reykjanesbæ.  Tveir uppbótarskólar koma inn til úrslita og eru með besta árangur í 2.sæti  og eru það Lágafellsskóli og Lækjarskóli.  

Mikil spenna hefur byggst upp í þessum skólum sem til úrslita komust.  Í fyrst sinn koma allir skólar sem eru að koma utan af landi með stuðningsmannalið til Reykjavíkur  svo það er nokkuð víst að aldrei munu eins margir áhorfendur koma í Laugardalshöll og nú. Bæjarfélög eru farin að standa saman.  Krakkar úr nágrannaskólum koma og styðja þann skóla sem kemst í úrslit, þau vilja styðja sitt bæjarfélag.  Vilja halda heiðri bæjarins á lofti og skiptir þá ekki máli hvaða skóli á í hlut. 

Stjórnendur útsendingar í  sjónvarpi verða þeir  Felix Bergsson og Ásgeir Erlendsson en þeir hafa einnig fengið til liðs við sig sjálfan íþróttaálfinn Magnús Scheving.  Jónsi verður húskynnir að vanda.  Svo það er ljóst að það er stórskotalið  sem stjórnar úrslitum í Skólahreysti MS 2010.

Sigurliðið fær fjögur reiðhjól úr Erninum frá Mjólkursamsölunni.  Fyrstu þrjú sætin fá peningaverðlaun frá MS sem rennur til nemendafélaga skólanna.  1.sæti fær 200.000 þúsund kr.  2.sætið fær 100.000 þúsund kr. og 3.sætið fær 50.000 þúsund kr. Allir eru velkomnir í Höllina og er frítt inn að vanda.  Þeir sem komast ekki í Höllina, geta horft á keppnina í Sjónvarpinu.

Nýjast