Nemendur Dalvíkurskóla hlutu umhverfisviðurkenningu

Myndin er skjáskot af myndbandinu sem nemendur Dalvíkurskóla gerðu og hlutu viðurkenningu Umhverfisr…
Myndin er skjáskot af myndbandinu sem nemendur Dalvíkurskóla gerðu og hlutu viðurkenningu Umhverfisráðuneytisins fyrir. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Í gær var Dagur umhverfisins. Að því tilefni voru viðurkenningar afhentar á hátíðarathöfn í Listasafni Sigurjóns. Fjórir nemendur í 9. bekk Dalvíkurskóla hlutu einstaklingsviðurkenningu, þeir Helgi Halldórsson, Ragnar Freyr Jónasson, Sveinn Margeir Hauksson og Viktor Hugi Júlíusson. Viðurkenninguna fá þeir fyrir rapplagið Ekki menga! sem þeir sömdu í náttúrufræði og gerðu myndband við. Rapplagið hefur jafnframt verið valið sem umhverfissáttmáli skólans. Skilaboðin í myndbandinu eru skýr, við þurfum að hætta að menga til að eyðileggja ekki vistkerfi og umhverfi.

Við sama tækifæri var ÁTVR veittur Kuðungurinn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári; og nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri og Dalvíkurskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Það var Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir sem veitti viðurkenningarnar. /EPE

Myndbandið „Ekki Menga“ má sjá hér að neðan:

Nýjast