Nazar flýgur frá Akureyri til Tyrklands

Norræna ferðaskrifstofan Nazar, sem er í eigu einnar stærstu ferðasamsteypu í heimi, TUI Travel PLC, mun bjóða upp á nokkrar ferðir í beinu flugi frá Akureyri til Tyrklands í október 2015 frá 30. september – 21. október á næsta ári. Flogið verður til Antalya á Tyrklandi sem er gríðarlega vinsæll og fallegur ferðamannastaður, segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Nazar hefur síðan 2004 selt ”Allt Innifalið” ferðir til Tyrklands. Þar er það fjölskyldan sem er í fyrirrúmi, enda boðið upp á draumafrí fjölskyldunnar með íslenskum fararstjórum, íslenskum barnaklúbbum, sundskóla, unglingaklúbbum og frábærum vatnsskemmtigörðum á hótelunum.

 

Nýjast