15. febrúar, 2007 - 13:03
Fréttir
Framtíðaraðstaða Náttúrugripasafnsins verður væntanlega í hluta af húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Kaupvangsstræti, ef hugmyndir um framtíðar staðsetningu safnsins ná fram að ganga, að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra. Sigrún Björk sagði að þegar ráðist yrði í breytingar á húsnæðinu myndi Listasafnið flytjast á efri hæðina en Náttúrugripasafnið verða á þeirri neðri. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í dag.