Nú fyrir helgina var sýningin Nála opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri. Börn og fullorðnir hafa lagt leið sína á safnið og sett mark sitt á sýninguna sem byggð er á Nálu riddarasögu eftir Evu Þengilsdóttur. Bókin kom út hjá Sölku í lok árs 2014 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Höfundur sagði við opnunina að sýningin tæki stöðugum breytingum með framlagi gesta og á henni gilti að nota hugmyndaflugið, snerta, skapa og auðvitað skemmta sér.
Það gerðu viðstaddir og tóku meðal annars þátt í að myndskreyta 90 metra langan pappírsrefil sem síðar meir,
þegar hann verður fullgerður, verður sýndur sérstaklega. Sýningin var fyrst sett upp í Þjóðminjasafni Íslands í janúar sl. og með stuðningi Þjóðminjasafnsins og Barnamenningarsjóðs og er hún nú komin á
ferð um landið. Síðast var hún í Sögusetrinuá Hvolsvelli þar sem hátt í 3.000 manns sáu hana í maí og júní.
Sýningin á Amtsbókasafninu stendur út október og eru allir velkomnir.