Nægur snjór og fínt skíðafæri

Allt er til reiðu í Hlíðarfjalli.
Allt er til reiðu í Hlíðarfjalli.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað í dag kl. 16:00. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir allt til reiðu í fjallinu. „Það er kominn nægur snjór til að skíða. En þótt það hafi kyngt niður snjó í bænum þá hefur vindáttin verið þannig að það festist ekki mikið hérna í fjallinu og við höfum því þurft að framleiða töluvert af snjó. Mér finnst snjórinn í fjallinu vera minni núna en síðustu þrjá vetur,“ segir Guðmundur.

„En hins vegar er nægur snjór og gott skíðafæri til að skíða þessar hefðbundu leiðir. Ég reikna með að við opnum allar lyfturnar strax á morgun. Strompurinn er eina vafamálið.“

Opið verður í fjallinu 10-16 laugardag og sunnudag og frá 12-19 mánudaginn 22. desember. Lokað verður á Þorláksmessu og yfir jóladagana. Skíðasvæðið verður svo opnað aftur laugardaginn 27. desember.

-þev

Nýjast