Nægur snjór í Hlíðarfjalli

Síðasta helgi var góð í Hlíðarfjalli. Margt var um manninn sem renndi sér á skíðum í góðu færi en veður setti ofurlítið strik í reikninginn. Nægur snjór er í fjallinu fyrir páskahelgina þegar fólk flykkist jafnan norður til að fara á skíði og snjórinn mun einnig duga vel fyrir Andrésar andar leikana sem haldnir verða eftir páska. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður segir að nú séu í rauninni kjöraðstæður í Hlíðarfjalli, milt vorveður, gott skíðafæri og nægur snjór.

Nýjast