Alls komu upp 2.718 mál í þremur helstu brotaflokkunum og fækkaði samtals um rúmlega 300 milli ára. Alls komu upp 799 hegningarlagabrot, 313 sérrefsilagabrot og 1.606 umferðarlagabrot. Á síðasta ári komu upp 15 kynferðisbrotamál og fjölgaði um tvö frá árinu áður og 9 mál komu upp þar sem um var að ræða stórfelldar líkamsárásir. Þá fjölgaði fíkniefnabrotum um tvö á milli ára, voru 120 í fyrra.
Á síðasta ári voru 758 ökumenn teknir fyrir að aka of hratt, eða um 200 færri en árið 2008 og helmingi færri en árið 2007. Þá voru slík mál samtals 1.494 og árið 2006 alls 1.973. Þá komu upp 91 mál í tenglsum við ölvun við akstur, sem er svipaður fjöldi og árið áður.