Mun færri ferðamenn leita sér aðhlynningar á SAk

Töluvert færri ferðamenn leituðu aðhlynningar hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri frá janúar til júlí sl. miðað við árið í fyrra. Um 10% fækkun er á komum þeirra á bráðamóttöku og tæplega 30% fækkun er á innlögnum og legudagar þeirra eru 25% færri.

Þetta kemur fram í skrifum Bjarna Jónasson forstjóra SAk og segir hann þessa fækkun koma verulega á óvart.

„En þetta þýðir væntanlega að fleiri hafa átt ánægjulega dvöl á ferð sinni um landið og er það vel,“ skrifar Bjarni.

Nýjast