Mun færri fæðingar á Akureyri

Óvenjurólegt hefur verið á fæðingardeildinni á SAk á árinu. Mynd/Þröstur Ernir
Óvenjurólegt hefur verið á fæðingardeildinni á SAk á árinu. Mynd/Þröstur Ernir

Verulega fækkun er í fæðingum barna á Sjúkrahúsinu á Akureyri í ár miðað við undanfarin ár. Það sem af er árinu 2015 eru fæðingarnar alls 359 en voru 417 á sama tíma í fyrra. Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingardeild SAk, segir að það stefni í að fæðingarnar verði rúmlega 370 á árinu.

„Sem eru mun færri fæðingar en undanfarin ár,“ segir Ingibjörg. Í fyrra voru fæðingarnar alls 439. Á síðustu sjö árum hefur fjöldi fæðinga aðeins einu sinni farið undir 400, en það var árið 2011 er þær voru 393.

Nýjast