MS breytir mysu í vín

MS á Akureyri
MS á Akureyri

Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Vísir.is greinir frá þessu í dag.

Vikudagur hefur áður fjallað um möguleika MS á að breyta mysu í vín eða eldsneyti en þar kom fram að á bilinu 25 til 26 milljónir lítra af ostamysu falla til á hverju ári hjá mjólkurbúinu, próteinið fer að stórum hluta í orkudrykki og aðrar framleiðsluvörur. 


Vísir.is segir frá því að Háskólinn á Akureyri hafi verið fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. 

Nýjast