Vegna Covid-19 heimsfaraldurs hefur fyrirkomulagi við móttöku sjúklinga á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri verið breytt tímabundið. Sóttvarnir eru í forgangi og því hefur verið komið á forgangsflokkun á biðstofu bráðamóttökunnar.
Öll vandamál sem hægt er að leysa á biðstofu verða afgreidd þar. Hver og einn einstaklingur verður metinn m.t.t. þarfar á frekari uppvinnslu eða meðferð á bráðamóttöku. Þetta kemur fram á vef sjúkrahússins.