Mótmæli á Ráðhústorgi

Tómas, Bjartur og Gunnar senda skýr skilaboð til stjórnvalda.
Tómas, Bjartur og Gunnar senda skýr skilaboð til stjórnvalda.

Efnt var til samstöðumótmæla á Ráðhústorgi á Akureyri í dag til að mótmæla því að umsókn Íslands um  aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka, líkt og boðuð þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar segir til um. Tæplega 50 manns höfðu boðað koma sína á torgið. Búist var við fjögur þúsund manns á Austurvöll í Reykjavík við sama tilefni.

Þeir Tómas Guðjónsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Gunnar Stephensen voru mættir á Ráðhústorgið og höfðu sýna skoðun á málinu. „Við viljum klára aðildarviðræðurnar og sjá hvað er í boði. Einnig viljum við að flokkarnir standi við loforðið um að leyfa þjóðinni að segja sína skoðun í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sögðu þeir.

throstur@vikudagur.is

Nýjast