Á morgun, laugardaginn 9. apríl, verður efnt til mótmæla á Akureyri við „spillingu í íslenskum stjórnmálum," er fram kemur í tilkynningu. Mótmælendur munu safnast saman fyrir framan Samkomuhúsið á Akureyri kl 14.00 og ganga niður á Ráðhústorg þar sem krafist verður þess að ríkisstjórn axli ábyrgð.
„Við höfum mótmælt alla vikuna og höldum áfram eins lengi og þarf!," segir ennfremur í tilkynningu.